Rafhof var stofnað í Apríl 1987.

Það var mikið atvinnuleysi á þessum árum og ég hafði verið atvinnulaus um tíma.

Þar sem ég var rafvélavirki og lærði hjá Rafbraut (1968-1972) sem hafði sérhæft sig í heimilistækjaviðgerðum

þá hélt ég áfram á því sviði enda meira um eftirspurn þá eftir slíkri þjónustu, og meira gert við því tækin voru hlutfalslega dýrari og vandaðri þá.

Síðan bættist við rafverktakavinna við raflagnir því ég var svo forsjáll að taka löggildingarnámið og fékk Landslögildingu 1977, og hef síðan einnig starfað við raflagnir og á tímabili teiknaði ég raflagnir í nokkur hús.

Þá hafði ég kynnst og séð um sölu og þjónustu á peningatalningavélum ásamt skjalaskápum og búnaði hjá

Orku hf.1973-1987. Það fékk ég smásaman í arf þegar Orka hætti slíku og hef haldið því áfram.

Þjónusta á Coca Cola kælitækjum í nokkur ár.

Þjónusta á AEG kælitækjum í nokkur ár.

Þjónusta á Miele tækjum í nokkur ár.

Og nú síðast þjónusta á stórum  OCE laserprenturum og fleiru fyrir prentun og fjölritun (ljósritun).

Ásamt almennri Rafverktakavinnu, rafvirkjun og margskonar sérhæfðri viðgerðarvinnu.

Í febrúar 2002 fór ég á námskeið í Iðnskólanum hjá Valdimar Gísla Valdimarsyni um rafmengun og áhrif hennar á heilsu manna. Þar kviknaði mikil áhugi á þessu málefni en áður hafði ég fylgst með þessu úr fjarlægð aðallega lesið um þetta í Heilsuhringnum blaði áhugafólks um heilsusamlegt fæði og líferni.

http://www.heilsuhringurinn.is/

Einnig lenti ég í þeirri óskemmtilegu reynslu að farsíma mastur var settu upp í u.þ.b. 200m fjarlægð frá þeim

stað sem ég bý.

Og samkvæmt þeim upplýsingum sem til eru getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á heilsu fólks sérstaklega barna til langframa.

Í framhaldi af þessu kom svo innflutningurinn á raflagnaefninu Protec System sem varnar rafmengun í húsum út frá lagnakerfi hússins.

Og nú síðast bættist við undratækið frá Geomack sem eyðir og eða umbreytir jarðgeislum sem geta verið varasamir mjög, vegna heilsufarsáhrifa sem erfitt er að útskýra í stuttu máli.

 

Rafhof

Haraldur Guðbjartsson

Sími:  5666082.    8930012

Fax: 354 5667130

E-mail: haraldur@rafhof